Örn í fjórða sæti

Örn Arnarson náði í morgun þriðja besta árangri sem Íslendingur …
Örn Arnarson náði í morgun þriðja besta árangri sem Íslendingur hefur náð á Ólympíuleikum. Morgunblaðið/Sverrir

Örn Arnarson náði þeim frábæra árangri að hafna í fjórða sæti í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Sydney. Hann synti á 1.59,00 og var aðeins einum hundraðshluta frá Íslands- og Norðurlandameti sínu sem hann setti í undanúrslitunum í gær. Þetta er þriðji besti árangur Íslendings á Ólympíuleikunum frá upphafi en aðeins Vilhjálmur Einarsson, silfur í þrístökki í Melbourne 1956, og Bjarni Friðriksson, brons í júdó í Los Angeles 1984, hafa gert betur.








1,41 sekúndu frá verðlaunasæti

Millitímararnir betri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert