Vala vann bronsverðlaun

Vala Flosadóttir í stangarstökkskeppninni í Sydney.
Vala Flosadóttir í stangarstökkskeppninni í Sydney. mbl.is/Sverrir

Vala Flosadóttir vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sydney í morgun með því að stökkva 4,50 metra í stangarstökkinu. Hún felldi þrívegis 4,55 metra. Hún notaði fæstar tilraunir af keppendunum fimm sem voru að reyna við þessa hæð fyrr í keppninni og hlýtur því brons. Þær Tatjana Grigorieva frá Ástralíu og Stacy Dragila frá Bandaríkjunum eru enn að keppa um gull- og silfurverðlaun en þær stukku yfir 4,55 metra.

Hátíðlegasti dagur íslenskrar íþróttasögu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert