Sigríður Hrönn Elíasdóttir varð Íslandsmeistari í einmenningi í brids en mótið var haldið um helgina. Páll Þórsson varð í öðru sæti en Vilhjálmur Sigurðsson, sem sigraði á síðasta ári, endaði í þriðja sæti. 84 spilarar af öllu landinu tóku þátt í mótinu.
Ársþing Bridssambands Íslands var haldið um helgina og var Jón Sigurbjörnsson þar kjörinn forseti sambandsins en Guðmundur Ágústsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs.