Úrval sundfólks úr Reykjavík keppir í Danmörku

Fimmtán bestu sundmenn Reykjavíkur taka þátt á Köge Open 2004 sundmótinu í Danmörku sem haldið verður 26.–28. mars nk. Um er að ræða alþjóðlegt sundmót þar sem keppa lið frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi auk færeyska landsliðsins. Í liðið voru valdir sundmenn fæddir 1990 og eldri samkvæmt afrekalista SSÍ. Á mótinu keppa sundmennirnir undir nafni Íþróttabandalags Reykjavíkur. Þeir sem keppa fyrir hönd ÍBR eru:

Frá Sundfélaginu Ægi: Árni Már Árnason, Ásbjörg Gústafsdóttir, Auður Sif Jónsdóttir, Baldur Snær Jónsson, Birna Sif Magnúsdóttir, Oddur Örnólfsson, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Jón Símon Gíslason. Frá KR fara Eva Hannesdóttir, Flora Montagni, Hólmgeir Reynisson, Hjörtur Már Reynisson og Kristján Jóhannesson. Frá Fjölni: Sigrún Brá Sverrisdóttir og frá Ármanni Katrín Gunnarsdóttir. Í hópinn vantar Jakob Jóhann Sveinsson sem dvelur við æfingar erlendis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert