Íslenskir sundmenn unnu til 23 verðlauna

Íslenska unglingalandsliðið í sundi tók þátt í sterku sundmóti i Lúxemborg dagana 16. – 18. apríl s.l. Á mótinu kepptu 1.950 sundmen frá 16 þjóðum í fimm landsliðum og 48 félagsliðum. Íslenska liðið, sem skipað var 21 sundmanni, lenti í þriðja sæti á mótinu í keppni landsliða rétt á eftir Lúxemborg og Finnlandi. Íslensku keppendur unnu 10 gullverðlaun, átta silfurverðlaun og fimm brons á mótinu.

Þeir íslensku sundmenn sem unnu til verðluna eru; Sigrún Brá Sverisdóttir tvö gull, Erla Dögg Haraldsdóttir eitt gull, eitt silfur og þrjú brons, Helena Ósk Ívarsdóttir tvö gull, Aþena Ragna Júliusdóttir eitt brons, Birkir Már Jónsson eitt gull tvö silfur og tvö brons, Guðni Emilsson tvö gull, Auður Sif Jónsdóttir eitt brons, Kjartan Hrafnkelsson eitt brons, Árni Már Árnason eitt gull og eitt silfur, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir eitt gull og tvö brons, Oddur Örnólfsson eitt silfur. Erla Dögg Haraldsdóttir var einungis þriðjungi úr sekúndu frá Ólympílágmarki í 100 metra bringusundi þegar hún synti á 1.13,62 mínútu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert