Fimm sundmenn á EM unglinga í Lissabon

Fimm íslenskir sundmenn taka þátt í Evrópumóti unglinga í sundi sem fram fer í Lissabon í Portúgal sem hefst á fimmtudag og lýkur á sunnudag.

Árni Már Árnason, Ægi, syndir 50 m, 100 m og 200 m bringusund.
Birkir Már Jónsson, ÍRB, keppir í 50, 100, 200 og 400 m skriðsundi.
Oddur Örnólfsson, Ægi, syndir 200 og 400 m fjórsund og 200 m flugsund.
Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB, keppir í 50, 100 og 200 m bringusundi og 200 m fjórsundi.
Auður Sif Jónsdóttir, Ægi, syndir 100, 200, 400 og 800 m skriðsund. Alls spreytir 461 sundmaður sig á mótinu frá 39 Evrópuþjóðum. Mótið er jafnframt það síðasta fyrir íslenska sundmenn til að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Aþenu í águst n.k
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert