Tveir sundmenn bættu sig á EM

Keppni hófst i morgun á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi í Portúgal, en þar keppa fimm íslenskir sundmenn. Þau kepptu öll í undanrásum í morgun og tókst tveimur þeirra að bæta sinn fyrri árangur. Enginn komst þó inn í úrslit í sínum greinum.

Árangur þeirra var þessi; Birkir Már Jónsson, ÍRB, synti 200 m skriðsund á 1.59,10 mín., og varð í 31. sæti. Best hefur hann synt þessa grein á 1.57,56. Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB, synti 50 m bringusund á 34,89 sek., átti best fyrir 34,42. Erla varð í 25. sæti. Auður Sif Jónsdóttir, Ægi, synti 100 m skriðsundi á 1.01,96 og varð í 43. sæti. Hennar besti tími í greininni er 1.00,35. Árni Már Árnason, Ægi, synti 100 m bringusund og bætti sig synti á 1.06,50 en átti áður best 1.06,60. Hann hreppti 29. sæti. Oddur Örnólfsson, Ægi, synti 400 m fjórsund á tímanum 4.44,75 mín., átti áður 4.50,68 og þar með stórbætti hann sinn fyrri árangur. Þetta nægði Oddi til 16. sætis.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert