Birkir byrjar í kveðjuleiknum

Birkir Kristinsson.
Birkir Kristinsson. mbl.is

Birkir Kristinsson, markvörður, verður í byrjunarliði Íslands gegn Ítalíu á Laugardalsvelli í kvöld, en þá eigast þjóðirnar við í vináttulandsleik í knattspyrnu. Reiknað er með þetta verði síðasti landsleikur Birkis. Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar, tilkynntu rétt áðan byrjunarlið Íslands í leiknum og verður það skipað eftirtöldum leikmönnum:

Birkir verður í markinu, Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason og Hermann Hreiðarsson í vörninni, Þórður Guðjónsson og Indriði Sigurðsson á köntunum, Brynjar Björn Gunnarsson djúpur á miðjunni og Rúnar Kristinsson og Gylfi Einarsson fyrir framan hann, Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen í fremstu víglínu. Alls mun vera búið að selja á 16.000 aðgöngumiða á leikinn en KSÍ stefnir að því að bæta vallarmetið og selja tæplega 19.000 aðgöngumiða hið minnsta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert