Huina Xing innsiglaði önnur gullverðlaun Kínverja í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í dag þegar hún vann 10.000 metra hlaup kvenna eftir æsilega keppni á lokasprettinum við Ejegayehu Dibaba frá Eþíópíu. Xing hljóp á 30.24,36 mín., 62/100 úr sekúndu á undan Dibaba. Heimsmeistarinn og ólympíumeistarinn frá því Sydney, Derartu Tulu frá Eþíópíu, varð í þriðja sæti á 30.26,42. Þriðja konan frá Eþíópíu í hlaupinu hafnaði í fjórða sæti, það er Werknesh Kidane á 30.28,30.