Æfði í sex ár fyrir sex mínútur

Norðmaðurinn Fritz Aanes er úr leik í grísk-rómverskri glímu á Ólympíuleikunum í Aþenu en hann glímdi aðeins í sex mínútur gegn Grikkjanum Dimitrios Avramis.

Aanes tapaði bardaganum en fær ekki uppreisnarglímu þar sem að Avramis lagði einnig Jamshidi Behrouz frá Íran, sem glímdi síðar við Aanes.

Það hefur verið mikið umstang í kringum hinn 26 ára gamla Aanes undanfarin ár en hann féll á lyfjaprófi sem tekið var rétt fyrir ÓL í Sydney í Ástralíu og fékk tveggja ára keppnisbann. Aanes hefur hins vegar æft gríðarlega mikið undanfarin fjögur ár og segir hann að niðurstaðan sé skelfileg.

"Ég hef æft fyrir þessa keppni undanfarin sex ár og það lítur út fyrir að ég verði í sex mínútur í það heila á glímugólfinu. Reyndar er íþróttin ekki sanngjörn þar sem Avramis komst upp með að nota ólöglegt hálstak. Það var aðeins eitt að gera, að láta sig falla með honum, annars hefði hann brotið á mér hálsinn," sagði Dimitrios Aanes.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert