Argentínumenn urðu í kvöld ólympíumeistarar í körfuknattleik þegar þeir lögðu Ítala í úrslitaleik, 84:69, í Aþenu. Þetta var annað ólympíugullið sem Argentínumenn hlutu í dag en þeir unnu knattspyrnukeppnina í morgun. Síðast unnu Argentínumenn gull á ólympíuleikum árið 1952. Luis Scola skoraði 25 stig fyrir Argentínu og Alejandro Montecchia skoraði 17 stig en Matteo Sorgana og Gianmarco Pozzecco skoruðu 12 stig hvor fyrir Ítala.