Breska sveitin vann 4x100 metra hlaup karla á ólympíuleikunum í Aþenu í kvöld. Bandaríska sveitin varð í öðru sæti og Nígeríumenn urðu í þriðja sæti. Aðeins munaði 0,1 sekúndu á fremstu sveitunum tveimur; Bretar fengu tímann 38,07 sekúndur og Bandaríkjamenn 38,08 sekúndur. Þetta er í annað skipti sem Bretar vinna þessa grein en síðasti sigurinn var árið 1912.
Mark Lewis-Francis hljóp síðasta sprettinn fyrir Breta og byrjaði með nokkuð forskot en Bandaríkjamaðurinn Maurice Greene var næstum búinn á ná honum. Bandaríkjamenn drógust aftur úr þegar skipting þeirra Justins Gatlins og Cobys Millers gekk illa.