El Guerrouj lék afrek Nurmis eftir

Hicham El Guerrouj gefur sigurmerki eftir 5000 metra hlaupið í …
Hicham El Guerrouj gefur sigurmerki eftir 5000 metra hlaupið í kvöld. AP

Marokkómaðurinn Hicham El Guerrouj vann 5000 metra hlaup karla á ólympíuleikunum í Aþenu í kvöld. El Guerrouj vann einnig sigur í 1500 metra hlaupi og er hann fyrsti íþróttamaðurinn sem vinnur þessar greinar báðar á sömu ólympíuleikum frá því Finninn Paavo Nurmi vann það afrek árið 1924. El Guerrouj hafði ekki unnið gullverðlaun á ólympíuleikunum fyrr en hann vann 1500 metra hlaupið í vikunni.

Tími El Guerrouj var 13 mínútur, 14,39 sekúndur. Kenenisa Bekele frá Eþíópíu varð annar, 0,2 sekúndum á eftir El Guerrouj og Eliud Kipchoge frá Kenýa varð þriðji.

„Þetta er öðrum þræði ótrúlegt en á hinn bóginn hafði ég alltaf trú á sjálfum mér," sagði El Guerrouj eftir hlaupið. „Eftir það sem á gekk í Atlanta og Sydney er þetta verðskuldað en það er einnig ótrúlegt að vinna tvenn gullverðlaun með fimm daga millibili."

Hicham El Guerrouj fagnar sigri í markinu í kvöld.
Hicham El Guerrouj fagnar sigri í markinu í kvöld. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert