Breska hlaupakonan Kelly Holmes hreppti í dag önnur gullverðlaun sín á ólympíuleikunum í Aþenu þegar hún vann 1500 metra hlaup kvenna í dag. Holmes, sem er 34 ára gömul, setti nýtt breskt met, 3 mínútur, 57,90 sekúndur. Tatjana Tomashova frá Rússlandi varð önnur, 0,22 sekúndum á eftir og Maria Cioncan frá Rúmeníu vann brons.
Holmes vann einnig 800 metra hlaup kvenna í Aþenu. Með sigrinum í dag lék hún eftir afrek Svetlönu Masterkovu frá Rússlandi en hún vann báðar greinarnar í Atlanta árið 1996.