Leigubílstjóri heiðraður fyrir heiðarleika í Aþenu

Alþjóða Ólympíunefndin (IOC) hefur ákveðið að heiðra sérstaklega leigubílstjóra einn í Aþenu sem sýndi mikinn heiðarleika á mánudagskvöldið þegar hann fann silfurverðlaunapening frá Ólympíuleikunum í bifreið sinni eftir að hafa ekið íþróttamanni um miðborg Aþenu.

Bílstjórinn kom verðlaunapeningnum til stjórnenda leikanna sem tóku að leita að þeim tapað hafði verðlaunum sínum. Síðar kom í ljós að peninginn átti hollenskur róðrarmaður sem hafði misst hann upp úr vasa sínum í bílnum. Var peningnum komið í hendur eiganda síns sem hafði saknað hans sárt.

Talsmaður IOC segir að leigubílstjórinn verði heiðraður, en framkoma hans og heiðarleiki sé öðru fremur gott dæmi gestrisni og heiðarleika grísku þjóðarinnar og þeirrar virðingar sem hún beri fyrir Ólympíuleikum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert