Norðmaðurinn Andreas Thorkildsen vann spjótkast karla á ólympíuleikunum í Aþenu í kvöld. Thorkildsen, sem er 22 ára, kastaði 86,50 metra og bætti sig um nærri metra. Lettinn Vadims Vasilevskis varð annar með 84,95 metra kast og Sergey Makarova frá Rússlandi þriðji en hann kastaði 84,84 metra.
Thorkildsen var ekki talinn sigurstranglegur og í undankeppninni náði hann aðeins 9. besta kastinu.
Jan Zelezny, heimsmethafi frá Tékklandi, komst ekki í hóp átta fremstu en hann kastaði 80,59 metra og varð 9. Bretinn Steve Backley varð fjórði með 84,13 metra kasti en þetta var síðasta mót hans.