Rússar hrepptu brons í handbolta

Ungverjinn Richard Mezei reynir að skora fram hjá Andrei Lavrov …
Ungverjinn Richard Mezei reynir að skora fram hjá Andrei Lavrov markmanni Rússa. AP

Rússar unnu Ungverja, 28:26, í leik um bronsverðlaunin í handknattleikskeppni ólympíuleikanna í Aþenu í kvöld. Staðan í hálfleik var 13:10, Rússum í vil. Eduard Koktsjarov var markahæstur Rússa með 8 mörk en Carlos Perez skoraði 10 mörk fyrir Ungverja.

Þetta voru fjórðu ólympíuverðlaunin sem Andrei Lavrov, markvörður Rússa, fær, en hann hefur unnið gullverðlaun með landsliði Sovétríkjanna árið 1988, sameinuðu liði fyrrum sovétlýðvelda árið 1992 og landsliði Rússlands árið 2000.

„Því miður er íþróttalífið ekki eins og gott franskt rauðvín. Mað verður ekki betri með aldrinum," sagði Lavrov, sem í kvöld lék síðasta landsleik sinn en hann er 42 ára gamall. „Maður öðlast meiri reynslu en getur ekki bætt sig."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert