Rússneskur sigur í 800 metra hlaupi karla

Júríj Borzakovskíj, t.v., Wilson Kipketer í miðið og Mbulaeni Tongai …
Júríj Borzakovskíj, t.v., Wilson Kipketer í miðið og Mbulaeni Tongai Mulaudzi, t.h., fengu verðlaunin í 800 metra hlaupi í Aþenu. AP

Júríj Borzakovskíj varð í dag fyrsti Rússinn til að vinna 800 metra hlaup karla á ólympíuleikum en hann sigraði á 1 mínútu, 44,45 sekúndum. Suður-Afríkumaðurinn Mbulaeni Mulaudzi, heimsmeistari innanhúss í greininni, varð annnar á tímanum 1,44:61 mínútu og Daninn Wilson Kipketer, sem á heimsmetið í greininni, varð þriðji á 1,44:65 mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert