Rússneskur sigur og ólympíumet í hástökki kvenna

Jelena Slesarenko fagnar sigrinum og ólympíumetinu.
Jelena Slesarenko fagnar sigrinum og ólympíumetinu. AP

Jelena Slesarenko frá Rússlandi vann hástökkskeppni kvenna á ólympíuleikunum í Aþenu í kvöld og setti ólympíumet, 2,06 metra. Hestrie Cloete frá Suður-Afríku varð önnur með 2,02 metra stökki og Viktoriya Styopina frá Úkraínu þriðja en hún stökk einnig 2,02 metra.

Bandaríska stúlkan Amy Acuff, sem prýðir forsíðu bandaríska karlablaðsins Playboy í þessum mánuði, varð fjórða en hún stökk 1,99 metra. Hún sleppti 2,02 metrum og reyndi við 2,04 metra, sem hefði verið bandarískt met en felldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert