Danir ólympíumeistarar kvenna í handbolta eftir vítakeppni

Dönsku stúlkurnar fagna sigri í morgun.
Dönsku stúlkurnar fagna sigri í morgun. AP

Danir urðu í morgun ólympíumeistarar kvenna í handknattleik þegar þeir lögðu Suður-Kóreu í vítakeppni en jafnt var að loknum venjulegum leiktíma og tvær framlengingar. Þetta eru þriðju ólympíuleikarnir í röð þar sem Danir standa á efsta verðlaunapalli í handboltakeppni kvenna en Kóreumenn hafa tvívegis unnið keppnina.

Allt leit út fyrir sigur Kóreukvenna því þegar tvær mínútur voru eftir síðari framlengingunni höfðu þær tveggja marka forskot, 33:31. En Katrine Frueland náði að skora mörk og þá þurfti að grípa til vítakeppni. Þar varði Karin Mortensen tvö skot og úrslitin þar urðu 4:2 fyrir Dani.

Lotta Kjærskou skorar í leiknum í dag.
Lotta Kjærskou skorar í leiknum í dag. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert