Fjórtán sundmenn á NM unglinga

Norðurlandamót unglinga í sundi fer fram í Nærum í Danmörku um helgina en í því keppa um 100 sundmenn frá öllum Norðurlöndunum auk þess sem sundmenn frá Eistlandi taka þátt. 14 íslenskir sundmenn taka þátt í mótinu sem er óvenju stór hópur miðað við fyrri ár. Piltarnir sem keppa eru fæddir 1987–1988. Telpurnar eru fæddar 1989-1990. Margir þessara sundmanna hafa nú þegar skipað sér í fremstu röð íslenskra sundmanna og stefna nokkrir á verðlaunasæti á mótinu.

Íslensku þátttakendurnir á mótinu verða; Andrea Ösp Karlsdóttir, Óðni, keppir í 50, 100 og 200 m bringusundi og 50 m flugsundi.
Auður Sif Jónsdóttir, Ægi, keppir í 200, 400 og 800 m skriðsundi.
Árni Már Árnason, Ægi keppir í 50, 100 og 200 m bringusundi og 50 m skriðsundi.
Aþena Ragna Júlíusdóttir, ÍA, keppir í 50 og 100 m skriðsundi og 50 flugsundi.
Ásdís Arna Björnsdóttir, SH, keppir í 200 og 400 m fjórsundi. Birkir Már Jónsson, ÍRB, keppir í 50, 100 og 200 m flugsundi og 200 og 400 m skriðsundi.
Bragi Þorsteinsson, Vestra, keppir í 50 og 100 m skriðsundi.
Gunnar Smári Jónbjörnsson, ÍA, keppir í 200 og 400 m skriðsundi og 100 m bringusundi.
Helena Ósk Ívarsdóttir, ÍRB, keppir í 50, 100 og 200 m bringusundi.
Hjalti Rúnar Oddsson, Selfossi, keppir í 50 og 100 m flugsundi.
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi, keppir í 50 og 200 m baksundi og 400 m fjórsundi.
Jón Símon Gíslason, Ægi, keppir í 100 m skriðsundi og 200 og 400 m fjórsundi.
Kjartan Hrafnkelsson, Ægi, keppir í 50 og 100 m baksundi og 200 fjórsundi.
Sigrún Brá Sverrisdóttir Fjölni, keppir í 50, 100, 200 og 400 m skriðsundi. Þjálfarar hópsins eru Eyleifur Jóhannesson, Ægi, og Sigurlín Þóra Þorbergsdóttir, Óðini. Fararstjórar Unnur Hreinsdóttir og Haraldur Hreggviðsson. Eftirfarandi sundmenn höfðu náð lágmörkum, en gáfu ekki kost á sér í verkefnið: Oddur Örnólfsson, Ægi og Karítas Heimisdóttir, ÍRB. Arnar Þór Guðmundsson, SH, og Katrín Gunnarsdóttir, Ármanni, höfðu bæði náð lágmörkum en í þeim greinum eru sundmenn með betri tíma sem ætla að keppa í þeim greinum, þar með féllu þau út úr hópnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert