Ásakanir harðna á hendur Marion Jones

Marion Jones.
Marion Jones. mbl.is

Bandaríska hlaupakonan Marion Jones sprautaði sjálfa sig í fótlegginn með vaxtaaukandi hormónum auk þess sem hún neytti annarra ólöglegra lyfja fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000, samkvæmt upplýsingum manns sem kveðst hafa útvegað henni lyfin. Lögmaður Jones neitar því að hún hafi neytt ólöglega lyfja en Jones vann til fimm verðlauna á leikunum. Þetta kemur fram fréttavef CNN.

Victor Conte, sem er stofnandi lyfjafyrirtækisins BALCO, segir þetta í viðtali sem sjónvarpað verður í Bandríkjunum í dag. Þá segist hann hafa farið að útvega Jones lyf sem innihéldu THG, EPO og insulín nokkrum vikum fyrir Ólympíuleikana og að hann hafi sjálfur séð hana sprauta sig með hormónum í fótlegginn.

Jones, sem hefur aldrei fallið á lyfjaprófi, hefur gengist undir lygapróf vegna ásakana Conte og staðist það.

Með óperuhúsið í Sydney í baakgrunni sýnir Marion Jones verðlaunin …
Með óperuhúsið í Sydney í baakgrunni sýnir Marion Jones verðlaunin fimm sem hún vann á leikunum í Sydney árið 2000. ap
Tim Montgomery og Marion Jones með verðlaun sín eftir sigur …
Tim Montgomery og Marion Jones með verðlaun sín eftir sigur á Grand Prix-stórmóti IAAF í París í september 2002. ap
Marion Jones smellir eiginmann sinn Tim Montgomery kossi eftir að …
Marion Jones smellir eiginmann sinn Tim Montgomery kossi eftir að hann setti heimsmet í úrslitum 100 metra hlaups á Grand Prix-móti í París 2002. ap
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert