Kvennalið Skautafélagsins Bjarnarins í Reykjavík, varð í gærkvöldi Íslandsmeistari kvenna 2006 í íshokkí þegar liðið sigraði Skautafélag Akureyrar, 7:4, í Egilshöll. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um titilinn, en Birninum nægði jafntefli til þess að tryggja sér titilinn. Sigrún Agahta Árnadóttir skoraði 4 mörk fyrir lið Bjarnarins.