Jakob Jóhann vann þrenn verðlaun

Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Ægi, vann ein gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun á alþjóðlegu sundmóti í Amsterdam um páskana. Jakob kom fyrstur í mark í 50 m bringusundi á 29,20 sekúndum og annar varð Árni Már Árnason, einnig úr Ægi, á 29,46 en hann bætti sinn fyrri árangur um tæpa hálfa sekúndu.

Jakob varð síðan annar í 100 og 200 m bringusundi. Styttra sundið synti hann á 1.03,30 mín. Í lengra sundi kom hann í mark á 2.16,50, sem er rúmri sekúndu frá Íslandsmeti hans.

Árni Már hafnaði í fjórða sæti í 200 m bringusundi á 2.22,16 og bætti sinn fyrri árangur um eina sekúndu. Árni bætti árangur sinn í 200 m fjórsundi verulega þegar hann synti á 2.10,97.

Auður Sif Jónsdóttir, Baldur Snær Jónsson, Oddur Örnólfsson og Ólöf Lára Halldórsdóttir, öll úr Ægi, tóku þátt í mótinu en ekkert þeirra komst í úrslit þótt þau hafi tekið framförum

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert