Íslandsmet hjá karlasveit Ægis

A sveit Sundfélagsins Ægis setti Íslandsmet í 4x100 m fjórsundi karla á Bikarkeppninni í sundi sem fram fer í Laugardalslaug. Metið setti sveitin í gær þegar hún kom í mark á tímanum 4.00,70. Sveitina skipuðu Jón Símon Gíslason, Jakob Jóhann Sveinsson, Oddur Örnólfsson og Árni Már Árnason. Eldra metið, tímann 4.02,12, átti sveit SH frá árinu 2000.

Sundfélagið Ægir hefur forystu í fyrstu deild eftir fyrri dag og skilja um 1.400 stig á milli þess og Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, sem er í öðru sæti. Baráttan um þriðja sætið virðist ætla að verða nokkuð spennandi þar sem aðeins örfá stig skilja að liðin í þriðja til sjöunda sæti. Sunddeild Ármanns er efst í annarri deildinni með 10.696 stig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert