Örn og Jakob Jóhann meðal þeirra bestu

Örn Arnarson.
Örn Arnarson. Reuters

Örn Arnarson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, eru báðir á lista 100 bestu sundmanna á heimsafrekaskrá Alþjóða sundsambandsins fyrir árið 2006 í 50 metra laug.

Örn er í 37. sæti í 50 m flugsundi með tímann 24,27 sek. og í 49. sæti í 100 metra flugsundi með tímann 53,42 sek.

Jakob Jóhann er í 33. sæti í 200 metra bringusundi með tímann 2.14,70 mín. Hann er í 41. sæti í 100 metra bringusundi með tímann 1.02,37 mín. og í

67. sæti í 50 metra bringusundi með tímann 28,88 sek.

Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, kemur svo næst á eftir þeim Erni og Jakobi á afrekalistanum en hún er skráð í 106. sæti í 50 metra skriðsundi með tímann 26,23 sekúndur.

Jakob Jóhann með tvö gull í Belgíu

Sundfólk úr afrekshópi Sundfélagsins Ægis stóð sig vel á alþjóðlegu móti, Flanders Open, sem haldið var í Antwerpen í Belgíu um helgina.

Jakob Jóhann vann til tvennra gullverðlauna og einna silfurverðlauna á mótinu. Hann bar sigur úr býtum í 100 m bringusundi á tímanum 1.03,56 mín. og í 200 metra bringusundi á tímanum 2.18,71 mín.

Þá varð hann annar í 50 metra bringusundi á 29,63 sek.

Árni Már þriðji

Árni Már Árnason varð í þriðja sæti í 200 metra bringusundinu á 2,25,46 mín. og varð einnig þriðji í 50 metra bringusundi á 29,87 sek. Hann varð fjórði í 100 metra bringusundinu á 1.06,94 mín. og í fimmta sæti í 50 metra skriðsundi á 24,27 sek.

Anja Ríkey Jakobsdóttir varð í fimmta sæti í 100 metra baksundi á 1.08,57 mín. og í áttunda sæti í 50 metra baksundi og 200 metra baksundi.

Oddur Örnólfsson varð fimmti í 400 metra fjórsundi á 4,51,05 mínútum.

Jón Símon Gíslason var sjöundi í 200 metra baksundi á tímanum 2.18,30 mín.

Auður Sif Jónsdóttir varð í sjötta sæti í 800 metra skriðsundi á 8,18,76 mínútum og Olga Sigurðardóttir varð í sjöunda sæti á 8,26,84 mín.

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir náði fimmta sæti í 400 metra fjórsundi á 5,14,30 mín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert