Tamara Bowie leikmaður kvennaliðs Grindavíkur í körfuknattleik fór á kostum í 88:82-sigri liðsins gegn grannaliðinu úr Keflavík í Iceland-Express deildinni í kvöld. Bowie skoraði 36 stig og hún var í sérflokki í fráköstunum þar sem hún tók 27 fráköst í leiknum. Íslandsmeistaralið Hauka vann stórsigur gegn Breiðabliki í Kópavogi, 121:42. Í Hveragerði var spenna í leik Hamars og ÍS þar sem að Stúdínur höfðu betur, 56:50.
Grindavík - Keflavík 88:82
Stig Grindavíkur:Tamara Bowie 36 (27 fráköst), Ingibjörg Jakobsdóttir 13, Hildur Sigurðardóttir 13, Íris Sverrisdóttir 11, Jovana Stefánsdóttir 11, Alma Garðars dóttir 1.
Stig Keflavíkur: María Ben Erlingsdóttir 24, TaKesha Watson 22, Bryndís Guð mundsdóttir 20, Svava Stefánsdóttir 10, Birna Valgarðsdóttir 3, Margrét Sturlu dóttir 2, Ingibjörg Vilbergsdóttir 1.
Hamar – ÍS 50:56
Stig Hamars: Latreece Bagley 25, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Jóhanna B. Sveinsdóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 5, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 3, Sóley G. Guðgeirsdóttir 2.
Stig ÍS: Þórunn Bjarnadóttir 11, Stella R. Kristjánsdóttir 10, Helga Jónasdóttir 9, Lovísa A. Guðmundsdóttir 8, Cecilia Larsson 5, Berglind K. Ingvarsdóttir 5, Tinna B. Sigmundsdóttir 4, Hafdís E. Helgadóttir 4.