Bowie fór á kostum gegn Keflavík

Leikmenn úr Grindavík í baráttu um boltann.
Leikmenn úr Grindavík í baráttu um boltann. mbl.is/Golli.

Tamara Bowie leikmaður kvennaliðs Grindavíkur í körfuknattleik fór á kostum í 88:82-sigri liðsins gegn grannaliðinu úr Keflavík í Iceland-Express deildinni í kvöld. Bowie skoraði 36 stig og hún var í sérflokki í fráköstunum þar sem hún tók 27 fráköst í leiknum. Íslandsmeistaralið Hauka vann stórsigur gegn Breiðabliki í Kópavogi, 121:42. Í Hveragerði var spenna í leik Hamars og ÍS þar sem að Stúdínur höfðu betur, 56:50.

Grindavík - Keflavík 88:82

Stig Grindavíkur:Tamara Bowie 36 (27 fráköst), Ingibjörg Jakobsdóttir 13, Hildur Sigurðardóttir 13, Íris Sverrisdóttir 11, Jovana Stefánsdóttir 11, Alma Garðars dóttir 1.

Stig Keflavíkur: María Ben Erlingsdóttir 24, TaKesha Watson 22, Bryndís Guð mundsdóttir 20, Svava Stefánsdóttir 10, Birna Valgarðsdóttir 3, Margrét Sturlu dóttir 2, Ingibjörg Vilbergsdóttir 1.

Hamar – ÍS 50:56

Stig Hamars: Latreece Bagley 25, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Jóhanna B. Sveinsdóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 5, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 3, Sóley G. Guðgeirsdóttir 2.

Stig ÍS: Þórunn Bjarnadóttir 11, Stella R. Kristjánsdóttir 10, Helga Jónasdóttir 9, Lovísa A. Guðmundsdóttir 8, Cecilia Larsson 5, Berglind K. Ingvarsdóttir 5, Tinna B. Sigmundsdóttir 4, Hafdís E. Helgadóttir 4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka