Ítalski hjólreiðamaðurinn Cristian Moreni tekur ekki meira þátt í Frakklandshjólreiðunum eftir að hann féll á lyfjaprófi sem tekið var af honum á dögunum. Í því fundust leifar af testersteron hormónum sem eru á bannlista. Moreni er annar hjólreiðamaðurinn á jafnmörgum dögum sem vísað er úr keppni fyrir að hafa rangt við. Í gær var Alexandre Vinokourov frá Kasakstan meinuð frekari þátttaka í hjólreiðunum.