Langhlauparinn Ryan Shay lést er hann tók þátt í undankeppni vegna maraþonhlaupsins á Ólympíuleikunum í Beijing í Kína á næsta ári í New York í Bandaríkjunum í dag. Shay var 28 ára og lenti í 23 sæti í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum árið 2004. Ekki hefur verið gefið upp hver dánarorsök hans var en Mary Wittenberg, forseti félags langhlaupara í borginni, segir hann hafa hlotið læknisaðstoð um leið og hann hné niður í hlaupinu.