Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíðakona frá Akureyri, varð í næst neðsta sæti í fyrri æfingaferðinni í bruni í Aspen í Bandaríkjunum. Þar keppir hún í bruni á morgun og síðan í risasvigi á laugardaginn. Þetta eru fyrstu heimsbikarmót hennar í ár.
Alls tóku 64 konur þátt í æfingunni og var Dagný Lynda með rásnúmer 52 en náði sér ekki á strik og endaði í 63. sæti. Bandaríska stúlkan Lindsey Vonn var fljótust, 1.34,07, Nicole Hosp frá Austurríki önnur á 1.34,42 og Elena Fanchini frá Ítalíu þriðja á 1.34,44. Tími Dagnýjar Lindu var 1.40,54.