Flosrún og Jón íshokkífólk ársins

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Jón Benedikt Gíslason eru íshokkífólk ársins hjá Íshokkísambandi Íslands.

Flosrún Vaka æfði og lék í Danmörku síðustu tvö árin með Herlev Hornets og varð danskur meistari bæði árin. Hún hefur keppt með landsliði Íslands alveg frá upphafi. Hún er nú komin heim og leikur með Birninum þar sem hún er fyrirliði.

Jón Benedikt er Akureyringur og leikur með SA þar sem hann er fyrirliði liðsins.  Hann lék um tíma með Holland Rockets í Kanada og hefur einnig leikið í Finnlandi, Danmörku og Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert