Ragnheiður bætti eigið Íslandsmet í Róm

Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir Brynjar Gauti

Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona úr KR keppti í morgun í undanrásum í 50 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í Róm á Ítalíu.  Hún bætti eigið Íslandsmet þar sem hún synti á 25,55 sekúndum og endaði hún í 26. sæti af alls 167 keppendum. 

Gamla Íslandsmetið var 25,62 sekúndur. Þetta var síðasta keppnisgreinin hjá Ragnheiði á HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert