Lykilleikur gegn liði Kína í dag

Ísland mætir Kína í dag.
Ísland mætir Kína í dag. mbl.is/Kristján Maack

Ísland mætir Kínverska alþýðulýðveldinu í 2. deild á HM í íshokkí í Eistlandi í dag en riðill Íslands er leikinn í Narva. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið en þau þykja líklegust til þess að berjast um 3. sætið í riðlinum.

Yrði það niðurstaðan fyrir Ísland þá væri það besti árangur Íslands á HM í íshokkí. Kína hefur tapað fyrir tveimur sterkustu liðunum í riðlinum í tveimur fyrstu leikjunum, Eistlandi og Rúmeníu. Ísland hefur einnig tapað fyrir Rúmeníu en vann Nýja-Sjáland.

Búast má við hörkuleik því þjóðirnar hafa mæst á HM í síðustu tveimur keppnum. Kínverjar höfðu betur í báðum tilfellum en þurftu til þess vítakeppni fyrir tveimur árum og gullmark í framlengingu í fyrra.

Sjá nánari umfjöllun um heimsmeistaramótið í íshokkí í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Fylgst verður með leik Íslands og Kína í beinni textalýsingu á mbl.is en leikurinn hefst kl. 13.30.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert