GKG, Keilir og GR líklegir til afreka

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hefur titil að verja í 1. deild karla í sveitakeppninni í golfi sem hefst í dag á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. GKG hefur fjórum sinnum sigrað í efstu deild en fyrst var keppt í sveitakeppni hjá GSÍ árið 1961. Golfklúbbur Reykjavíkur hefur sigrað oftast eða alls 22 sinnum. GR hefur ekki landað titlinum frá árinu 2003. Keilir kemur næstur í röðinni með 11 titla og GA hefur sigrað 7 sinnum.

GKG, Kjölur úr Mosfellsbæ og Keilir úr Hafnarfirði hafa skipst á að vinna frá árinu 2004. Golfklúbbur Akureyrar var fyrsti klúbburinn sem landaði þessum titli árið 1961 og GA hélt þeim titli í sex ár samtals eða allt fram til ársins 1966. Enginn klúbbur hefur náð slíkri sigurhrinu en GR vann sveitakeppnina fjögur ár í röð á árunum 1967-1970, og fimm sinnum í röð á árunum 1983-1987. Keilir náði fjórum titlum í röð á árunum 1988-1991. Það má búast við hörkukeppni á Hvaleyrarvelli næstu þrjá daga. GKG er til alls líklegt með Birgi Leif Hafþórsson fremstan í flokki en Keilir og Golfklúbbur Reykjavíkur verða án efa með í baráttunni. Sveit Kjalar hefur oft verið sterkari en þeir gætu samt sem áður komið á óvart.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að í hverjum leik er leikinn einn fjórmenningur og fjórir tvímenningar.

A-riðill

Golfkl. Kópavogs og Garðabæjar: Birgir Leifur Hafþórsson, Alfreð Kristinsson, Bjarki Freyr Júlíusson, Björgvin Smári Kristjánsson, Guðjón Henning Hilmarsson, Kjartan Dór Kjartansson, Sigmundur E. Másson, Sigurður R. Ólafsson.

Golfklúbburinn Keilir:

Björgvin Sigurbergsson, Sigurpáll Geir Sveinsson, Hlynur Geir Hjartarson, Rúnar Arnórsson, Sigurþór Jónsson, Steinn Freyr Þorleifsson, Dagur Ebenesarson, Benedikt Sveinsson.

Golfklúbbur Vestmannaeyja: Karl Haraldsson, Júlíus Hallgrímsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Örlygur Helgi Grímsson, Hallgrímur Júlíusson, Rúnar Þór Karlsson, Gunnar Geir Gústafsson, Sveinn Sigursson.

Golfklúbbur Suðurnesja: Bjarni Sigþór Sigurðsson, Örn Ævar Hjartarson, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Davíð Jónsson, Sigurður Jónsson, Björgvin Sigmundsson, Ævar Pétursson, Guðmundur Friðrik Oddson.

Golfklúbbur Setbergs: Ólafur H. Jóhannesson, Tryggvi Valtýr Traustason, Helgi Birkir Þórisson, Styrmir Guðmundsson, Siggeir Vilhjálmsson, Ragnar Þór Ragnarsson, Hjörtur Brynjarsson.

B-riðill:

Golfklúbburinn Kjölur: Kristján Þór Einarsson, Magnús Lárusson, Arnar Sigurbjörnsson, Páll Theodórsson, Rúnar Óli Einarsson, Theodór Emil Karlsson, Davíð Gunnlaugsson, Ingi Rúnar Gíslason.

Golfklúbbur Reykjavíkur: Arnar Snær Hákonarson, Arnór Ingi Finnbjörnsson, Birgir Guðjónsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús, Stefán Már Stefánsson, Tryggvi Pétursson, Þórður Rafn Gissurarson.

Nesklúbburinn: Garðar Rafn Halldórsson, Guðmundur Örn Árnason, Kristinn Arnar Ormsson, Nökkvi Gunnarsson, Oddur Óli Jónasson, Ólafur Björn Loftsson, Rúnar Geir Gunnarsson, Steinn Baugur Gunnarsson.

Tvær efstu sveitirnar úr hvorum riðli leika í undanúrslitum.

seth@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert