Listhlaupið laðaði flesta erlenda gesti Reykjavíkurleikanna til landsins af öllum íþróttagreinum. Alls voru þeir um 120 talsins. Erlendu gestirnir voru mjög ánægðir með mótið og aðstöðuna í Skautahöllinni í Laugardal.
Sigurvegarar mótsins í listhlaupi á skautum með flest stig voru systkinin Peter Reitmayer með og Ivana Reitmayerova frá Slóvakíu. Ivana keppir í Senor flokki og Peter í Junior flokki. Þau hafa æft á Íslandi í vetur, en móðir þeirra er þjálfari listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar.
Sex íslenskar stúlkur unnu til verðlauna í listhlaupinu í dag. Í flokknum Novice ladies varð Agnes Dís Brynjarsdóttir úr Birninum í öðru sæti og Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir úr Skautafélagi Reykjavíkur í þriðja sæti. Í Junior B ladies sigraði Guðbjörg Guttormsdóttir úr Skautafélagi Reykjavíkur og Novice B ladies sigraði Hrafnhildur Lára Hildudóttir úr Skautafélagi Akureyrar. Þá varð Brynhildur Dóra Borgarsdóttir í 2.sæti og Hekla Hallgrímsdóttir í 3.sæti í flokknum Novice B ladies en þær koma báðar úr Skautafélaginu Birninum.
Í gær náði Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir úr Birninum öðru sæti í flokki 10 ára og yngri A sem er frábær árangur, en fjórar erlendar stúlkur kepptu í flokknum. Kristín Valdís Örnólfsdóttir varð í 3.sæti í keppni 12 ára og yngri A en það var fjölmennasti flokkurinn á mótinu með 19 keppendur.