Listhlaupið laðaði flesta að

Sigurvegarar mótsins í listhlaupi á skautum með flest stig voru …
Sigurvegarar mótsins í listhlaupi á skautum með flest stig voru systkinin Peter Reitmayer með og Ivana Reitmayerova.

Listhlaupið laðaði flesta erlenda gesti Reykjavíkurleikanna til landsins af öllum íþróttagreinum. Alls voru þeir um 120 talsins. Erlendu gestirnir voru mjög ánægðir með mótið og aðstöðuna í Skautahöllinni í Laugardal.
 
Sigurvegarar mótsins í listhlaupi á skautum með flest stig voru systkinin Peter Reitmayer með og Ivana Reitmayerova frá Slóvakíu.  Ivana keppir í Senor flokki og Peter í Junior flokki.  Þau hafa æft á Íslandi í vetur, en móðir þeirra er þjálfari listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar. 

Sex íslenskar stúlkur unnu til verðlauna í listhlaupinu í dag. Í flokknum Novice ladies varð Agnes Dís Brynjarsdóttir úr Birninum í öðru sæti og Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir úr Skautafélagi Reykjavíkur í þriðja sæti. Í Junior B ladies sigraði Guðbjörg Guttormsdóttir úr Skautafélagi Reykjavíkur og Novice B ladies sigraði Hrafnhildur Lára Hildudóttir úr Skautafélagi Akureyrar. Þá varð Brynhildur Dóra Borgarsdóttir í 2.sæti og Hekla Hallgrímsdóttir í 3.sæti í flokknum Novice B ladies en þær koma báðar úr Skautafélaginu Birninum.

Í gær náði Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir úr Birninum öðru sæti í flokki 10 ára og yngri A sem er frábær árangur, en fjórar erlendar stúlkur kepptu í flokknum. Kristín Valdís Örnólfsdóttir varð í 3.sæti í keppni 12 ára og yngri A en það var fjölmennasti flokkurinn á mótinu með 19 keppendur.

Úrslit listhlaups á skautum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka