SR saxaði á forskot SA Víkinga

Baráttan í kvöld verður um heimaleikjaréttinn. Bæði lið eru búin …
Baráttan í kvöld verður um heimaleikjaréttinn. Bæði lið eru búin að tryggja sig í úrslitakeppnina. mbl.is/Þórir Tryggvason

SR sigraði SA Víkinga, 5:4, á Íslandsmóti karla í íshokkí í Skautahöll Reykjavíkur í Laugardalnum í kvöld. Þar með er hlaupin mikil spenna í baráttuna um efsta sætið í deildinni og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.

SA Víkingar eru með 32 stig en SR er með 30 stig þegar bæði lið eiga þremur leikjum ólokið. Liðin mætast aftur í Laugardalnum annað kvöld og sá leikur er nú gífurlega mikilvægur en með sigri í venjulegum leiktíma myndi SR komast í efsta sætið.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér að neðan.

Þriðji og síðasti leikhluti (talið niður úr 20 mínútum)

5 mín. SA er búið að minnka muninn í eitt mark 5:4 en þar var að verki Björn Jakobsson eftir stoðsendingu frá Orra Blöndal þegar tæpar 5 mínútur eru eftir af leiknum.

9 mín. Stefán Hrafnsson skorar sitt annað mark í leiknum án stoðsendingar. Stefán gefur SA líflínu með þessi marki, 5:3.

12 mín.
SR bætti við 5 markinu á 12. mínútu og virðast hafa góð tök á þessum leik. Egill Þormóðsson skoraði eftir stoðsendingu frá Birni Róberti Sigurðssyni. 15 mín. Egill Þormóðsson kemur SR í 4:2 þegar tæpar 5 mínútur eru liðnar af 3. leikhluta. Í kjölfarið varð mikil rekistefna á milli dómaranna en svo fór að tveir leikmenn voru reknir út af hjá SA og einn hjá SR. Gauti Þormóðsson fékk 2. mínútna brottvísun og 10 mínútna dóm hjá SR. Rúnar Rúnarsson situr af sér tveggja mínútna dóm hjá SA og þá fékk Ándré Mikaelsson 10 mínútna dóm.

19 mín. Gunnar Darri Sigurðsson var að minnka muninn fyrir SA á fyrstu mínútu síðasta leikhluta, 3:2. Það stefnir því í fjörugan þriðja og síðasta leikhluta. Markið kom án stoðsendingar. Gunnar skaust upp eftir að hafa náð pekkinum á varnarsvæði SR og skoraði glæsilegt mark.

Annar leikhluti af þremur (talið niður úr 20 mínútum)

1 mín. Stefán Hrafnsson skorar fyrir SA og lagar stöðuna í 3:1 þegar 24 sekúndur eru eftir af öðrum leikhluta. Einstaklingsframtak hjá Stefáni.

14 mín. Egill Þormóðsson skorar fyrir SR, 3:0.

Fyrsti leikhluti af þremur, (talið niður úr 20 mínútum)

1. leikhluta er lokið: Staðan er 2:0 fyrir SR í þessum magnaða leik. SR er búið að eiga 14 skot á markið en SA 13. Þá fékk Stefán Hrafnsson sína aðra 2. mínútna brottvísun fyrir harkalegt brot á Gauta Þormóðssyni sem er fyrirliði SR í kvöld og búinn að skora bæði mörk heimamanna.

6 mín. SR er búið að auka forustuna. Gauti Þormóðsson skoraði sitt annað mark í leiknum eftir frábært hraðaupphlaup. Í kjölfarið missti SA mann að velli fyrir að vera sex á vellinum, 2:0.

10 mín. Leikmaður SA Ándré Mikaelsson fékk 2 mínútna brottvísun fyrir að fella leikmann SR. Leikurinn er býsna hraður og mikið um færi á báða bóga.

13 mín. SA hefur sótt töluvert eftir þetta mark hjá SR en Pétur Maack náði góðu hraðaupphlaupi í kjölfarið en Ómar Skúlason í marki SA varði vel. 

16 mín. Gauti Þormóðsson kemur SR yfir eftir sendingu frá Agli Þormóðssyni, 1:0.

19 mín. SR missti mann af velli í 2 mínútur vegna þess að það voru sex leikmenn á svellinu.

15 mínútna seinkun er á leiknum en hann er nú í þann mund að hefjast

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert