Aðdáendur standa með Armstrong

Lance Armstrong hefur orðið uppvís að umfangsmiklu lyfjahneyksli. Hann og félagar hans notuðu ólögleg efni og telur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna að Armstrong hafi verið höfuðpaurinn í málinu. Hann hefur verið sviptur öllum titlum í Tour de France hjólreiðakeppninni sem kom honum á kortið sem íþróttamanni.

Armstrong hefur stigið til hliðar sem stjórnarformaður góðgerðarsamtakanna Livestrong sem hann stofnaði en þrátt fyrir hneykslið hafa samtökin ekki skaðast að sögn forsvarsmanna.

Og í heimabænum Austin í Texas standa aðdáendur hans enn með honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert