Alþjóða hjólreiðasambandið (UCI) hefur lagt blessun sína yfir niðurstöðu bandaríska lyfjaeftirlitsins og ákveðið að setja Lance Armstrong í lífstíðarbann frá keppni í hjólreiðum. Auk þess hefur það svipt hann sigrunum sjö í Frakklndsreiðinni (Tour de France).
Pat McQuaid, forseti UCI, sagði er hann kynnti niðurstöðu sambandsins, að Lance Armstrong ætti ekki lengur heima meðal hjólreiðamanna eða í hjólreiðunum. Réttast væri að gleyma veru hans á þeim vettvangi. Því væri nafn hans nú strikað út úr sögu hjólreiðanna.