Innlendur íþróttaannáll í myndum

Þór/KA Íslandsmeistari varð Íslandsmeistari knattspyrnu kvenna í fyrsta sinn. Arna …
Þór/KA Íslandsmeistari varð Íslandsmeistari knattspyrnu kvenna í fyrsta sinn. Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði gleðst hér yfir titlinum. mbl.is

Það var í nógu í snúast hjá íslensku íþróttafólki á árinu sem er að líða og mörg góð afrek voru unnin.

Bæði karla- og kvennalandsliðin í handbolta kepptu í úrslitakeppni Evrópumótsins en bæði mótin fóru fram í Serbíu. Karlaliðið endaði í 10. sæti en kvennaliðið í 15. sæti.

HK fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í handbolta karla og lið Þórs/KA vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í kvennaflokki í knattspyrnu.

Kvennalandsliðið í hópfimleikum fór frægðarför til Árósa í Danmörku í október en liðið gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Það sama gerði unglingalandsliðið í hópfimleikum í keppninni.

Með því að smella á renninginn hér að ofan má sjá ítarlega myndasyrpu af mörgu því sem fyrir augu bar í íslensku íþróttalífi.

Sjá einnig grein og myndasyrpu um Íslendinga á Ólympíuleikunum: Íslandsmet en engin verðlaun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka