Bandaríski reiðhjólamaðurinn Lance Armstrong viðurkenndi í gærkvöldi loks opinberlega að hafa neytt ólöglegra lyfja með kerfisbundnum hætti í þeim tilgangi að bæta árangur sinn.
Sjónvarpsþáttur í umsjón Oprah Winfrey var sendur út í gærkvöldi en það hafði spurst út að Armstrong hefði gert greint fyrir sínum dyrum í þættinum.
Í máli hans kom fram að hann hafi verið á ólöglegum lyfjum í öll þau sjö skipti sem hann sigraði í Frakklandshjólreiðunum þekktu, Tour de France.