Aníta dæmd úr leik - draumurinn úti

Þvílíkt svekkelsi.
Þvílíkt svekkelsi. mbl.is/Ómar

Ekkert verður úr því að Ísland eignist heimsmeistara í frjálsíþróttum á sunnudaginn því Aníta Hinriksdóttir var dæmd úr leik eftir undanúrslitin í 800 metra hlaupinu á HM U17 í Úkraínu í dag.

Aníta kom langfyrst í mark í fyrri undanúrslitariðlinum eins og greint var frá rétt áðan og var hún með langbesta tímann af öllum átta keppendunum sem komust í úrslitin.

Eftir hlaupið var Aníta aftur á móti dæmd úr leik ásamt Kokeb Tesfaye frá Eþíópíu fyrir brot á reglum hvað varðar að stíga út fyrir sína hlaupabraut, að því fram kemur á heimasíðu alþjóða frjálsíþróttasambandsins.

Þetta er augljóslega gríðarlega svekkjandi fyrir hina 17 ára gömlu Anítu sem var í dauðafæri að verða heimsmeistari á sunnudaginn.

Uppfært 17:00 Dómurinn hefur verið dreginn til baka og Aníta fær að keppa

Aníta hleypur í úrslitum! - dómurinn dreginn til baka

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert