Aníta Hinriksdóttir, 17 ára heims- og Evrópumeistari ungmenna í 800 metra hlaupi kvenna, er á meðal þeirra tólf sem tilnefndar eru sem efnilegasta frjálsíþróttastúlkan eða einskonar vonarstjarna næsta árs í frjálsum í Evrópu.
Það er evrópska frjálsíþróttasambandið sem stendur að kosningunni en hún fer fram á Facebook-síðu sambandsins og hefst á laugardaginn kemur.
Aníta fær samkeppni frá stúlkum frá Tyrklandi, Svíþjóð, Ungverjalandi, Rúmeníu, Þýskalandi, Hollandi, Serbíu, Ítalíu, Sviss og Rússlandi.
Hún sló rækilega í gegn á árinu með fyrrnefndum afrekum en Anítu var boðið á Demantamót í Stokkhólmi í fyrsta skipti í ágúst sem er mikil viðurkenning fyrir ÍR-inginn unga.
Hér má finna Facebook-síðu evrópska frjálsíþróttsambandsins en kosningin hefst eins og áður segir á laugardaginn og þarf væntanlega ekki að stilla á Havaí-tíma til að kjósa Anítu eins og landinn þekkir svo vel.