ÍR-ingar í Evrópukeppnina

ÍR bikarmeistari 2013 í frjálsíþróttum.
ÍR bikarmeistari 2013 í frjálsíþróttum. Styrmir Kári

ÍR-ingar hafa ákveðið að senda sveit sína til leiks í Evrópukeppni félagsliða í frjálsum íþróttum í lok maí á næsta ári. ÍR mun tefla fram bæði kvenna- og karlaliði en það kemur í ljós í næsta mánuði hvar keppnin verður haldin. Ísland hefur ekki átt fulltrúa í keppninni síðan árið 1993 en HSK sendi þá kvennalið. ÍR fór síðast í keppnina árið 1990 og sendi þá einnig kvennalið.

Í keppninni mætast meistaralið hvers lands og er þeim skipt niður í deildir eftir styrkleika. Þar sem Ísland hefur ekki átt fulltrúa í keppninni síðustu áratugi byrja ÍR-ingar í 3. og neðstu deild.

Keppnisfyrirkomulaginu svipar til þess sem Íslendingar þekkja úr bikarkeppninni hér heima, þ.e. að einn fulltrúi frá hverju félagi keppir í hverri grein og safnar stigum fyrir sitt félag eftir því hvaða sæti hann nær. Hver keppandi má þó að hámarki keppa í tveimur greinum.

Nánar er fjallað um væntanlega þátttöku ÍR-inga í Evrópubikarkeppninni einnig um uppbyggingu frjálsíþróttadeildar félagsins í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert