Útbýr stökkpall á þakinu

Halldór Helgason snjóbrettakappi.
Halldór Helgason snjóbrettakappi. Petter Foshaug

Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, er í viðtali við íþróttablað Morgunblaðsins í dag. Þar segir hann frá draumi sínum um að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum sem og nýju húsi sem hann er búinn að kaupa á Akureyri.

Halldór hefur þénað vel á óumdeildum snjóbrettahæfileikum sínum síðustu ár. Hann hefur meðal annars fest kaup á einbýlishúsi í nýju hverfi við veginn upp að Hlíðarfjalli á Akureyri.

„Þetta er fullkominn staður fyrir mig til að kaupa fyrsta húsið því ég er búinn að renna mér í Hlíðarfjalli síðan ég var lítill,“ sagði Halldór sem er uppalinn á Sílastöðum nærri Akureyri.

Þar sem annað fólk sér húsþak sér Halldór hins vegar tækifæri til að sýna listir sínar, og hann ætlar að útbúa þakið sem stökkpall þegar færi gefst til.

„Þetta er fullkominn staður til að gera það þannig að þegar það kemur aðeins meiri snjór á ég örugglega eftir að láta verða af því,“ sagði Halldór. Í haust vakti mikla athygli ótrúlegt stökk sem hann framkvæmdi í Nike-myndinni sem hann nefnir í viðtalinu, á milli bygginga við Glerártorg.

Sjá ítarlegt viðtal við Halldór í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Bræðurnir Halldór Helgason og Eiríkur.
Bræðurnir Halldór Helgason og Eiríkur. Petter Foshaug
Halldór á hvolfi.
Halldór á hvolfi. Petter Foshaug
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert