Aníta fetar í átt að stóra sviðinu

Aníta Hinriksdóttir verður í sviðsljósinu í kvöld.
Aníta Hinriksdóttir verður í sviðsljósinu í kvöld. mbl.is/Golli

Það verður spennandi að fylgjast með Anítu Hinriksdóttur úr ÍR þegar hún tekur þátt í 800 m hlaupi á Millrose-leikunum í New York í kvöld. Hún er vel undir hlaupið búin, að sögn Gunnars Páls Jóakimssonar, þjálfara hennar, og ekkert að vanbúnaði að ná góðum árangri.

Aníta mun fá hörkukeppni þar sem tveir keppendur, sem eru tveimur árum eldri, eru með betri tíma en hún og fleiri sem eiga lítið eitt lakari tíma.

Skarð er vissulega fyrir skildi að jafnaldra Anítu, Mary Cain, sú eina í aldursflokki stúlkna fæddra 1996 í heiminum sem hlaupið hefur 800 m hlaup á betri tíma en Aníta, skyldi ákveða að hætta við að taka þátt í þessu hlaupi. Í þrjá mánuði hafði verið auglýst á mótssíðunni að framundan væri uppgjör tveggja bestu stúlkna í heiminum í 800 m hlaupi á þessu móti. Cain skipti skyndilega yfir í 1.000 metra og míluhlaup og hefur ákveðið að hlaupa ekki 800 metra innanhúss á þessum vetri.

Sjá viðhorfsgrein Ívars í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Frá keppni í Armory-höllinni í New York.
Frá keppni í Armory-höllinni í New York. mbl.is/nyrrmillrosegames.org
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert