Aníta heldur sínu sæti á heimslistanum

Aníta Hinriksdóttir er í 7.-8. sæti í heiminum það sem …
Aníta Hinriksdóttir er í 7.-8. sæti í heiminum það sem af er þessu ári. mbl.is/Golli

Aníta Hinriksdóttir er áfram í 7. sætinu á heimslista ársins í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss eftir hlaupið á Millrose-leikunum í New York.

Sigurvegarinn þar, Ajee Wilson, náði nákvæmlega sama tíma og Aníta hljóp á þegar hún setti Íslandsmetið í síðasta mánuði og þær deila því 7. sætinu.

Sá tími er 2:01,81 mínútur og sem fyrr er Aníta yngst af þeim sem eru í 20 efstu sætunum í heiminum í greininni á þessu ári, fædd 1996.

Fyrr í kvöld hljóp Angelika Cichocka frá Póllandi á 2:01,60 mínútum á móti í Birmingham á Englandi en hún er í 5. sæti á heimslistanum.

Jenna Westaway frá Kanada, sem varð önnur í New York í kvöld, er nú komin í 9. sæti listans en tíu efstu eru þessar:

1. Laura Muir, Bretlandi, 2:00,94
2. Marina Arzamasova, Hvíta-Rússlandi, 2:01,31
3. Nataliya Lupu, Úkraínu, 2:01,33
4. Svetlana Karamasheva, Rússlandi, 2:01,53
5. Angelika Cichocka, Póllandi, 2:01,60
6. Lenka Masná, Tékklandi, 2:01,69
7.-8. Aníta Hinriksdóttir, Íslandi, 2:01,81
7.-8. Ajee Wilson, Bandaríkjunum, 2:01,81
9. Jenna Westaway, Kanada, 2:01,89
10. Chanelle Price, Bandaríkjunum, 2:01,91

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert