Aníta Hinriksdóttir er með tíunda besta árangurinn á þessu ári af þeim tuttugu sem berjast um heimsmeistaratitilinn innanhúss í 800 metra hlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu innanhúss í Sopot í Póllandi. Keppendalisti mótsins var gefinn út í gær.
Fremstar í flokki eru bandarísku hlaupakonurnar Ajee Wilson og Chanelle Price, sem náðu besta árangrinum á móti í Albuquerque um fyrri helgi. Wilson hljóp þá á 2:00,43 mínútum og Price á 2:00,48. Þær skutust framúr Lauru Muir frá Bretlandi sem hljóp á 2:00,94 mínútum fyrir nokkrum vikum.
Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.