„Aníta er mjög svekkt út í sjálfa sig“

Gunnar Páll Jóakimsson og Aníta Hinriksdóttir.
Gunnar Páll Jóakimsson og Aníta Hinriksdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Aníta er fyrst og fremst bara mjög svekkt út í sjálfa sig að hafa stigið á línu. Að öðru leyti gekk allt upp í hlaupinu, fyrir utan þetta,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson þjálfari Anítu Hinriksdóttur í samtali við mbl.is eftir að Aníta Hinriksdóttir var dæmd úr leik í riðlakeppni 800 metra hlaups kvenna í heimsmeistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Sopot.

„Hingað til hefur hún verið svolítið jafnvægislaus við línuna. En við fórum alveg yfir þetta fyrir hlaupið. Að vera örugg og hlaupa bara á miðri brautinni. Þetta eru ekki nema 50 metrar á aðskildum brautum. En hún virðist stíga örlítið á línuna. Í sjálfu sér styttir hún sér ekkert leið samt, hún missir bara örlítið jafnvægið,“ sagði Gunnar Páll.

Tíminn hefði dugað Anítu í úrslit HM og um leið verið jöfnun á heimsmeti unglinga. Gunnar segir því að þrátt fyrir vonbrigðum að hafa verið dæmd úr leik sé margt jákvætt hægt að taka með frá Póllandi. „Fyrir utan það að hún steig á línu var þetta algjört draumahlaup.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert