Hefði dugað til úrslita og jöfnunar heimsmets

Aníta Hinriksdóttir hljóp á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í flokki fullorðinna …
Aníta Hinriksdóttir hljóp á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í flokki fullorðinna í dag. mbl.is/Golli

Tíminn sem Aníta Hinriksdóttir kom í mark á í 800 metra hlaupi sínu á HM í Sopot í dag hefði dugað til að komast í 6 manna úrslitahlaupið.

Aníta kom í mark á 2:01,03 mínútum en var dæmd úr keppni fyrir að stíga á línu snemma hlaups. Hún kom önnur í mark í sínum riðli og hefði tíminn fengið að standa færi hún í úrslitahlaupið með fjórða besta tímann af þeim sex sem komust áfram.

Angelika Cichocka frá Póllandi, sem vann riðil Anítu, á besta tímann fyrir úrslitahlaupið eða 2:00,37 mínútur. Lenka Masná frá Tékklandi varð síðust inn í úrslitahlaupið á 2:01,25 mínútum.

Hefði Aníta ekki verið dæmd úr keppni hefði hún jafnað heimsmet unglinga með hlaupi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert