Kærðu en segja vonina veika

Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gunnar Páll Jóakimsson þjálfari Anítu Hinriksdóttur ákvað að kæra úrskurð dómara á heimsmeistaramótinu innanhúss í frjálsíþróttum í Sopot, sem dæmdi Anítu Hinriksdóttur úr leik fyrir að stíga á línu í riðlakeppni 800 metra hlaupsins. Gunnar sagði þó í samtali við mbl.is að vonin væri afar veik og þau gerðu eiginlega ekki ráð fyrir öðru en úrslitin stæðu, þannig að Aníta fengi ekki að hlaupa í úrslitum.

„Dómararnir gerðu nú ekki ráð fyrir því að ég kærði, ég ég gerði það nú samt. Hins vegar held ég að vonin sé afar veik að þeir dæmi henni í hag,“ sagði Gunnar Páll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert